Nú er komið sumar
Sumarið er tíminn og eftir erfiðan vetur finnst okkur öllum vera kominn tími til að lifna við og lifa sumarið.
Sumarið 2020 munum við á Hótel Valaskjálf bjóða upp á fyrsta flokks tilboð til að hvetja ykkur öll til að ferðast innanlands.
Ykkur er boðið að koma, skoða og upplifa allt sem Austurland hefur upp á að bjóða.
Senda fyrirspurn
TILBOÐ
Gisting fyrir tvo í eina nótt á aðeins 14.900 kr.
Við viljum að sjálfsögðu að fólk staldri við og njóti sem best. Því lengur sem þú dvelur því betra verður tilboðið!
12.000 kr. nóttin séu bókaðar 2 til 4 nætur.
10.000 kr. nóttin fyrir 5 nætur eða fleiri.
Hótel Valaskjálf státar einnig af rúmgóðum þriggja mannaherbergjum sem eru tilvalin fyrir ferðalag sumarsins. Gisting í þriggja manna herbergi byrjar í 14.000 kr. nóttin ef bókuð er fleiri en ein nótt.
Skálinn Diner sér um morgunverðin, en þeir bjóða upp úrval rétta í morgunverð frá kl 8.00–11.00 alla morgna. Hægt er að bæta við morgunverð fyrir 1.990 kr á manninn, í bókunarferlinu eða viðkomu á hótelið.
Bókanir fara fram beint á vefnum og hægt er að afbóka með allt að 48 tímum fyrir komu. Fyrir séróskir eða frekari fyrirspurnir hafið samband á forminu hér til hliðar.
bókaðu herbergi
gisting
Veldu þér nýlega uppgert herbergi með baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu neti.