fbpx

Um okkur

saga Egilsstaða og Fljótsdalshéraðs

Upphaflega var Valaskjálf byggð af sveitastjórn héraðsins árið 1966 sem félagsheimili. Fáum árum síðar var hið eiginlega Hótel Valaskjálf byggt vegna mikillar aukningar ferðafólks til héraðsins. Hin einstaka fegurð náttúrunnar með Hengifoss sem aðal aðdráttarafl var megin orsök þessarar aukningar
Egilsstaðabær var stofnaður af Alþingi íslendinga árið 1947. Egilsstaðir dregur nafn sitt af samnefndu sveitabýli sem áður átti landið sem bærinn stendur á. Upphaflega voru bæjarbúar aðeins 110.
Í byrjun var megin atvinnuvegur bæjarins þjónusta við landbúnað héraðsins. Skömmu eftir að Kaupfélags Héraðsbúa var stofnað jókst íbúafjöldinn til muna og margvíslegur atvinnuvegur tók að blómstra. Í kringum 1980 hafði íbúafjöldinn tífaldast og í dag búa meira en 2000 manns á Egilsstöðum.
Náttúrufegurð Fljótsdalshéraðs hefur dregið að sér fjölda gesta bæði erlendra sem innlendra. Íslendingar hafa löngum sótt í skógi vaxinn Fljótsdalinn þar sem finna má einn stærsta skóg landsins Hallormsstaðarskóg (þar er Hótel Hallormsstaður eitt af hótelum 701 Hotel keðjunnar), lagarfljót sem hefur að geyma Lagarfljótsorminn og svo hinn fagra Hengifoss.
Ekki má gleyma hinu blómstrandi menningarlífi sem þrífst á Egilsstöðum með tónlistarviðburðum, hagyrðingamótum og fleira.

Hótel Valaskjálf

Er á Egilsstöðum höfuðstað austurlands og er staðsett í hinu vinsæla héraði Fljótsdalshéraði sem hefur að geyma margar af fegurstu náttúruperlum landsins. Á Héraði er mikið menningar-og listalíf sem mótast hefur af fegurð umhverfisins.

Hvort sem þú sækir Fljótsdalshérað heim vegna náttúrunnar, menningarinnar eða ef þú vilt einfaldleganjóta rólegrar dvalar í fallegu umhverfi þá er Hótel Valskjálf þitt heimili að heiman.

Hafðu samband - Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search