Herbergi

Þriggja manna herbergi með baðherbergi

Njóttu þess að dvelja í friðsamlegu umhverfi nálægt kjarna bæjarins. Hótel Valaskjálf býður rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og ókeypis þráðlausum netaðgangi.

Morgunverðahlaðborð er framreitt í hinum vinsæla veitngastað Glóð Restaurant auk þess sem mögulegt er að velja úr fjölbreyttum réttum af Dinner matseðli staðarins.

Valaskjálf er staðsett á bökkum Lagarfljóts og skammt frá hinum rómaða Hallormsstaðaskógi. Auk skógarins er úr fjölbreyttum náttúruperlum að velja fyrir útivistarfólk og náttúru unnendur. Í héraðinu eru nokkrir af fegurstu fossum landsins.

Í héraðinu er einnig boðið upp á flúðasiglingar, hestaleigu og hestaferðir, golf, jeppaferðir og bátsferðir svo eitthvað sé nefnt.

Location

Skógarlöndum 3, 700, Egilsstaðir, Iceland

Phone: 354 471 2400
Website: valaskjalf.is
Email: 701hotels@701hotels.is